Skíði

Kópaþrek verður haldið fyrir unglinga í aldurshópnum 13-16 ára (alpagreinum og skíðagöngu) helgina 18.-20. september nk. í Bláfjöllum.

Kópaþrek er æfingabúðir þar sem markmiðið er að styrkja félagsleg tengsl unglinga í aldurshópnum 13-16 ára og auka þrek og þol þeirra. Þannig geta skíðakrakkar alls staðar af landinu eytt helginni saman við æfingar, fræðslu og skemmtun. Skíðafélögum er velkomið að senda fararstjóra með þátttakendum.

Á bloggsíðunni http://kopathrek.blog.is/blog/kopathrek/ er að finna ýmsar upplýsingar um Kópaþrek og þar verða upplýsingar birtar um dagskrá o.fl. þegar nær dregur.

Þátttökugjaldið er 15.000 krónur og í gjaldinu er allt innifalið, s.s. gisting, fullt fæði, fræðsla og skemmtum. Með ferðum frá Ísafirði/Akureyri/Egilsstöðum er gjaldið 18.000 kr. Þátttökugjaldið skal greiða inn á reikning skíðadeildar Breiðabliks: 0130-05-112373. Mikilvægt er að setja nafn barns í tilvísun.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi 14. september nk., hjá Gísla Gíslasyni á netfanginu: . Gefa þarf upp nafn barns, kennitölu, heimilisfang og félag. Auk þess þarf að gefa upp nafn og símanúmer foreldra.

Með bestu kveðju

Kópaþreksnefnd

Skíðadeild Breiðabliks

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna