Skíði
Kæru skíðafélagar!

Núna eins og undanfarin ár bíður EVEREST upp á fyrirframpantanir á skíðum, skóm og aukahlutum frá HEAD. Það er ánægjulegt að tilkynna að við höfum náð hagstæðum samningum við HEAD og getum því boðið skíði, bindingar og skó á ennþá betra verði en í fyrra. (sjá viðhengi.)

HEAD skíðin hafa náð frábærum árangri í Heimsmeistarakeppninni í vetur og ekki má gleyma Ólympíuleikunum þar sem HEAD náði afgerandi fjölda verlaunapeninga á leikunum í alpagreinum eða 11 verðlaun alls. (sjá viðhengi)

Frestur til að panta skíði hjá okkur er til 28. apríl næstkomandi, en skíðin verða afhent í byrjun desember. Við tökum við pöntunum í versluninni að Skeifunni 6, á tölvupóstfangið mitt og einnig verðum við á Andrésar Andarleikunum og tökum við pöntunum þar. Eins munum við verða með skíðin til sýnis þar. Ég hvet ykkur til að koma í Everest og panta sem fyrst og kíkja á skíðin.

Greiða þarf 20% staðfestingargjald sem er óendurkræft. Við munum vinna þetta þannig að í byrjun maí sendi ég ykkur pantanaformið á tölvupósti með upplýsingum um greiðslufyrirkomulag. Staðfestingargjaldið þarf svo að greiðast fyrir 10 maí.

Um miðjan september sendi ég svo út til ykkar loka staðfestingu og upplýsingar um eftirstöðvar greiðslu.

Head pöntunarform

Fyrir hönd starfsfólks EVEREST.

Halldóra Blöndal


TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna