Skíði

María Eva Eyjólfsdóttir úr skíðadeild Víkings stóð sig vel á stæsta unglingamóti sem er innan FIS. Að ná inn á topp 10 er mjög gott og einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð á þessu móti.

 

Hver þjóð má senda 3 þátttakendur í hverja grein og gaman er að segja frá því að í sviginu náði María Eva bestum árangri norðurlandaþjóðanna, en í stórsviginu var hún með fjórða besta árangurinn. Keppendur Norðurlandanna komu frá Noregi,Svíþjóð, Finnlandi og að sjálfsögðu frá Íslandi, en Danmörk var ekki með keppanda að þessu sinni.

 

Við fórum út mánudaginn 27. Febrúar og þriðjudagurinn fór í að kanna svæðið.
Miðvikudaginn 29.feb. Æfðum við stórsvig í keppnisbakkanum ásamt Norðmönnunum og Bretunum. Gekk það mjög vel,
Fimmtudaginn 1.mars æfðum við svig og vorum við áfram að æfa með Norðmönnunum og Bretunum,
Þetta losaði aðeins um stressið hjá krökkunum.
Um kvöldið var svo skrúðganga og setningarathöfn, þetta er heimsmeistaramót barna og öll umgjörð er alveg til fyrirmyndar.

 

Úrslit mótsins eru hérna http://www.trofeotopolino.net/en_classifiche.htm

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna