Skíði

 

Brynjar Jökull Guðmundsson hafnaði í 25. sæti í undankeppni í svigi karla á heimsmeistaramótinu í alpaíþróttum í Schladming í Austurríki í dag.

Brynjar Jökull fór fyrri ferðina á 58,88 sekúndum og var í 28. sæti eftir hana en skíðaði svo þá síðari á 59,42 sekúndum og endaði með tímann 1,58.30 mínútur sem dugði honum í 25. sætið. Hann verður því á meðal keppenda í úrslitum í greininni á morgun en 25 efstu keppendur undankeppninnar komast áfram.

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna