Skíði
Skráningarkerfið er að finna á heimasíðu Víkings http://www.vikingur.is, stór hnappur - Skráning. Athugið að á innskráningarsíðunni þarf að haka við „Samþykkja skilmála“ svo að hægt sé að slá inn í reiti fyrir kennitölu og lykilorð. Hjá þeim sem áður hafa skráð ætti listi yfir barn eða börn að birtast þegar búið er að skrá sig inn. Næsta skref að velja námskeið/Flokkar í boði hægra megin í listanum – Skíðadeild – skráning á námskeið.
Næst er að ganga frá greiðslu og þar er hægt velja greiðslumáta, greiðsluseðill eða kreditkort og skipta greiðslum. Þeir sem vilja nýta frístundastyrk geta þá gert það í þessu skrefi – þeir sem vilja skipta frístundastyrk Haust – Vorönn er bent á að hafa samband við Ólaf Ólafsson á skrifstofutíma í síma eða tölvupóst – sjá nánari upplýsingar http://www.vikingur.is/index.php/forsiea/um-viking/starfsfolk. 
Mikilvægt að allir gangi frá skráningu í kerfinu tímanlega til að auðvelda útgáfu á árskortum hjá Skíðasvæðum borgarinnar – þeir sem hafa ekki lokið skráningu og gengið frá greiðslu fá ekki afhent kort þegar skíðasvæðin opna. ATH – þetta er sá listi sem er unnið eftir við útgáfu á árskortum þannig það er mikilvægt að ganga frá skráningu tímanlega.
Þeir sem eru að skrá í fyrsta skipti þurfa að fara í gegnum Nýskráningu – ath þarf líka að haka við „Samþykkja skilmála“ til að Nýskráningar hnappur verði virkur og leiðir áfram yfir á næsta skref.
Kveðja
Stjórnin
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna