Skíði9 ára og yngri stóðu sig eins og hetjur á Ármannsleikunum í brunagaddi í Bláfjöllum, 14-15 ára krakkarnir eru við keppni á Akureyri og 16 ára og eldri eru í Oddskarði að keppa. 

16 ára og eldri hófu keppni í gær í svigi og í dag taka þau þátt í tveimur stórsvigsmótum. María Eva og Jón Gunnar eru við keppni og má úrslitin finna hér.

14-15 ára kepptu í stórsvigi í morgun og keppni í svigi stendur enn yfir. Þau Georg Fannar, Hilmar Snær, Theodór Júlíus, Aníta Ýr og Helena Dögg eru við keppni þar og úrslitin má finna hér.

9 ára og yngri kepptu við erfiðar aðstæður og stóðu sig rosalega vel. Úrslitin má finna hér.

Myndir frá Ármannsleikum má sjá hér.

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna