Skíði

Mótið er eitt af sterkustu alþjóðlegu unglinga skíðamótunum sem fram fara í flokkum U16 og U14.

Margir af sterkustu skíðamönnum heimsins hafa gert garðinn frægan á þessu móti sem nú er haldið í 54 skiptið. SKÍ sendir 10 þátttakendur á leikanna í ár. Víkingur á tvö þátttakendur og það eru þau Georg Fannar Þórðarson og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ásamt því að Dagmar Ýr er þjálfari með hópnum.
Dagmar Ýr sendi smá fréttir af hóppnum og látum við það fylgja með:
"Ferðalag okkar til Folgaria gekk mjög vel og tóku hjónin á Monte Maggio vel á móti okkur. Það var mikil spenna að komast á snjó aftur í Folgaría og leiddu Víkingskrakkar hópinn í að sýna krökkunum svæðið og var borðaður hádegismatur á Stellu d'italia fyrsta daginn og var gott að komast inn og láta arininn hlýjaði okkur eftir rigningu og þoku þennan fyrsta dag. Annar æfingadagur var í Slalom Toll brekkunni, þar æfðum við stórsvig með Japönum í krefjandi aðstæðum, og voru krakkarnir ekki lengi að fá sjálfstaust til að keyra á fullu eftir fyrstu ferð. Í gær æfðum við svig í keppnisbakkanum fyrir ofan hótelið tekinn hádegismatur á Cristallo og síðan stórsvig í sama bakka. Eftir æfingu var síðan tekið útihlaup, styrkur og teygjur.

Í dag hefur veðrið verið brjálað og heimamenn hafa aldrei vitað annað eins og eftir stutta æfingu lokaði lyftan. Það getur greinilega líka blásið í útlöndum. Hægt er að telja nokkra marbletti eftir kögglana sem lentu á öllum. Bæjarferðir hafa verið nokkrar og preppið masterað hjá krökkunum. Stemmingin er frábær í hópnum og eru allir mjög jákvæðir og tilbúnir í verkefnið framundan. Mótið hefst formlega í kvöld með setningu og svig síðan á morgun."

IMG 3216
 
Víkingur sendir krökkunum baráttukveðjur og óskum þeim góðs gengis á morgun. 
 
Hægt verður að fylgjast með mótinu á morgun hér: http://trofeotopolinosci.wix.com/trofeotopolinosci-en og koma startnúmerin seinna í dag. Hægt verður að fylgjast nánar með mótinu á facebooksíðu skíðadeildarinnar hér.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna