Skíði

Hilmar Snær Örvarsson úr skíðadeild Víkings tekur þátt í Vetr­arólymp­íu­leikum fatlaðra fyrir hönd Íslands. Leikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kór­eu  dagana 9. – 18. mars.

Hilmar Snær mun keppa í svigi þann 14. mars og stórsvigi 17. mars. Árangur Hilmars er eftirtektarverður en hann verður annar þátttakandi frá Skíðadeild Víkings til að taka þátt í Ólympíuleikum en Brynjar Jökull Guðmundsson tók þátt í Vetrarólympíuleikunum í Sochi árið 2014.

Þjálfari Hilmars er Þórður Georg Hjörleifsson og honum til aðstoðar er Einar Bjarnason.

Knattspyrnufélagið Víkingur óskar Hilmari Snæ góðs gengis á leikunum í Suður Kóreu.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna