Skíði

Hilmar náði frábærum árangri á nýafstöðnu heimsmeistaramóti fatlaðra sem haldið var í Kranjska Gora í Slóveníu.

Í fyrstu grein sinni í  svigi varð hann fyrstur  Íslendinga til að vinna sigur á heimsbikarmótaröð fatlaðra í alpagreinum. Hilmar varð þá 1,20 sekúndum fljótari en næsti maður eftir að allir keppendur höfðu lokið við báðar ferðir.

Í stórsvigi endaði hann í 20. sæti en  í síðustu keppnisgreininni, svigi,  var hann nálagt því að vinna til bronsverðlauna. Þjálfari Hilmars er Þórður Georg Hjörleifsson .

Hilmar hefur öðlast mikla reynslu af keppnum á stórmótum en hann keppti til að mynda á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Suður Kóreu í fyrra. 

Víkingar eru stoltir af árangri Hilmars á erlendri grundu og óska honum innilega til hamingju með árangurinn.


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna