Skíði

Hilmar Snær skíðamaður úr Víking var útnefndur íþróttakarl Garðabæjar síðasta sunnudaginn 5. janúar sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. 

Hilmar var jafnframt útnefndur Skíðamaður Víkings árið 2019 við hátíðlega athöfn á Áramótakaffi Víkings sem fór fram 30. desember síðastliðinn. 

Víkingur óskar Hilmari innilega til hamingju með tilnefningarnar

Tekið af heimasíðu Garðabæjar. 

Íþróttakarl Garðabæjar er Hilmar Snær Örvarsson – skíðamaður, íþróttir fatlaðra.

Árið 2019 var stórt ár hjá Hilmari Snæ, hann var fyrstur Íslendinga til vinna sigur á heimsbikar-mótaröð fatlaðra 2019 í alpagreinum í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fór fram í janúar. Fáeinum dögum síðar fór fram sjálft heimsmeistaramótið í Kransjska Gora í Slóveníu og þar hafnaði Hilmar í fjórða sæti í svigi aðeins 28 hundruðustu úr sekúndu frá verðlaunasæti.

Hilmar keppir í flokki aflimaðra (á öðrum fæti). Í Landgraaf í Hollandi náði Hilmar Snær síðan í tvenn verðlaun á heimsbikarmótaröðinni 2020 í svigi, þriðja sæti þann 5. nóvember og annað sæti þann 8. nóvember. Hilmar tók þátt í fjölmörgum mótum hér innanlands og endaði meðal annars í 6. sæti af 25 keppendum í svigi í karlaflokki á Skíðamóti Íslands sem haldið var á Dalvík 7. apríl.

Á þessu ári hefur hann bætt punktastöðu sína mikið, sérstaklega í svigi sem hann hefur lagt meiri áherslu á. Þar hafa PARALYMPIC punktar hans farið úr 91 í 33 sem skiluðu honum úr 25. sæti upp í það 5. á heimslistanum en á heimslistanum eru 96 skíðamenn.

kolbrun tholl og hilmar

Á myndinni má sjá Kolbrúnu Þöll íþróttakonu Garðabæjar og Hilmar Snær íþróttamann Garðabæjar

Mynd af www.gardabaer.is 

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna