Skíði

Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir skíðakona úr Víkingi keppti fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum ungmenna (YOG) í Lusanne í Sviss síðast liðnu daga. Þar keppti hún í risasvigi, alpa-tvíkeppni, stórsvigi og svigi. Aðalbjörg Lillý náði 34. sæti í risasvigi á föstudaginn. Því miður náði hún ekki að ljúka keppni í hinum greinum sínum á leikunum.

Íslenski alpagreinahópurinn saman stóð af þeim Aðalbjörgu Lillý og Gauta Guðmundssyni (KR) ásamt Grími Rúnarssyni landsliðsþjálfara SKÍ og Dagmar Ýr Sigurjónsdóttur aðstoðarþjálfara sem er einnig þjálfari hjá Skíðadeild Víkinds.

Aðalbjörg Lillý er nú komin aftur til Geilo í Noregi þar sem hún stundar nám við Skíðamenntaskólann í Geilo (NTG).

adalheiður

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna