Skíði

Hilmar Snær Örvarsson vann í dag til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi. Hann er við keppni í Jasná í Slóvakíu þar sem hann keppir í Evrópumótaröð Alþjóða Ólympiuhreyfingar fatlaðra (IPC). 

Með sigrinum í dag varð Hilmar fyrstur Íslendinga til þess að vinna gullverðlaun í stórsvigi á alþjóðlegu alpagreinamóti. En Hilmar hefur áður unnið gullverðlaun í svigi á alþjóðlegumóti. 

Hilmar var með lokatímann 1:37.23 mín. og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France sem hafði betur gegn Hilmari í stórsviginu í gær. En Hilmar náði silfri í gær. 

Næstu tvo daga taka við keppnir í svigi hjá Hilmari og svo í lok febrúarmánaðar keppir hann á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Zagreb.

Úrslit dagsins: https://www.paralympic.org/alpine-skiing/live-results/info-live-results/aslw20/eng/as/engas_alpine-skiing-results-asm332-1-02.htm

Hilmar

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna