Frá þjálfurum: 9-10 ára

Markmið æfinga fyrir 9-10 ára

Almennt

 • Stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska iðkenda.
 • Stuðla að góðri grunnþjálfun iðkenda á skíðum
 • Stuðla að fjölbreyttri og heilbrigðri líkams- og heilsurækt
 • Marka skýra stefnu í þjálfun barna þar sem öryggi, leikur og fjölbreytni eru í fyrirrúmi
 • Hafa góða og vel menntaða þjálfara.

 

Skíðahluti

Framkvæmd/tækni

 • Byrjun á skíðastafrófinu A+B+C / D+E
  • A= Breidd á milli skíða.
 • Jafnvægi / öryggi
  • B=Bæði skíðin á snjó.
 • Jafnvægi / öryggi / tilfinning
  • C=Samsíða skíðun.
 • Jafnvægi / tilfinning.
  • D=Grupen í magen
 • Betri staða / miðpunktur=jafnvægi
  • E=Armen/stafir.
 • Jafnvægi/taktur/tímasetning/staðan –miðpunktur.

 

Framkvæmd

Mikilvægt er að iðkandinn

 • geti framkvæmt æfingarnar sem honum er sett fyrir (framkvæmt og skilningur) í hvaða landslagi sem er og við hvaða aðstæður sem er.
 • geti skíðað beygjur eftir landslagi bratt í flatt/ mjúgt í hart.
 • þekki helstu hugtök:
  • svig – litlar beygjur
  • stórsvig – stórar beygjur
  • brun – beint rennsli
  • þyngdarflutningur
  • hvað gerist þegar við förum inn í næstu beygju?

Nauðsynlegt er að hafa þessi markmið að leiðarljósi. Ekki er gott að hafa of mörg markmið, heldur þjálfa vel upp þær grunnþarfir. Þannig fáum við góða einstaklinga bæði á skíðum og sem einstakling. Góður þjálfari fylgist vel með sínum hóp og hann verður að meta hvaða æfingar hann tekur fyrir hverju sinni, það fer eftir getustigi hópsins þess vegna er ekki gott að hafa of breiðan hóp.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna