Skíði
Vegna veðurs er búið að fresta bikarmóti sem átti að fara fram í Bláfjöllum í dag laugardar fram á sunnudag. SS það á að keyra bæði svig og stórsvig á sunnudaginn.
Keppni hefst kl 9 á stórsvigi
Skíðadeildin ætlar að hafa æfingabúðir í skálanum frá nk. föstudegi18/2 til föstudags 25/2 fyrir alla hópa.

Dagskráin er að æfa eins mikið og við getum og skemmta okkur saman í vetrarfríum barnanna. Einar Bjarnason umsjónarmaður Bláfjalla ætlar að hafa opið fyrir okkur eins og við viljum. Gert er ráð fyrir æfingum tvisvar á dag og frjáls skíðun þess á milli og leikur. Loksins getum við farið í skálaferð með snjó:)

Ír-ingarnir ætla að vera með búðir einnig í sínum skála fram á þriðjudag og verður því matur sameiginlegur með þeim og þeirra foreldrafélagi. Ekki er komið verð á barn í búðirnar en kostnaður verður í algjöru lágmarki eins og alltaf.

Það er eitthvað breytilegt eftir bæjarfélögum hvenær börnin eru í fríi og reynum við bara að spila þetta eftir hendinni og hvað hentar börnunum.
til að þetta takist þarf aðstoð ykkar kæru foreldra til að hafa umsjón með búðunum, það vantar allavega einn til tvo foreldra á nótt. Endilega sendið póst hvaða dag þið gætuð verið fyrir fimmtudagskvöld. Þetta er aðallega að elda ofna í þau mat og hafa gaman, kannski að skella sér á skíði í leiðinni.

Þjálfarar verða frá hádeigi á föstudag og alla helgina, síðan ætlum við að reyna að púsla þessu í næstu viku og þurfum við þá eitthvað að sameina hópana okkar með ír-ingum og öfugt. En allavega verðum við ávallt kominn með æfingar seinnipartinn í sínum réttu hópum.

Það þarf að skrá börnin í ferðina fyrir fimmtudagskvöld á einnig hvaða daga þið óskið eftir að vera með börnunum í skálanum að aðstoða. einnig hægt að hringja í 8612209 Dagmar


kær kveðja
Þjálfarar og stjórn skíðadeildarinnar

Í dag fór fram undankeppni í stórsvigi á HM í Garmish Partenkichen. Það voru aðeins Víkingarnir Jón Gauti og Brynjar Jökull sem skiluður sér í mark af Íslendingunum. Jón Gauti varð í 52. sæti og Brynjar í 57. sæti (http://www.fis-ski.com/uk/604/610.html?sector=AL&raceid=62349 ).

Samkvæmt því sem tilkynnt var fyrir mótið átti sá þátttakandi af íslendingunum sem yrði fyrstur að taka þátt í aðalkeppninni á morgun og það hefði þá átt að vera Jón Gauti, en eftir keppnina var tilkynnt af FIS að stigahæsti keppandi hverrar þjóðar ætti að vera þátttakandi hennar. Það verður því Gunnar Þór Halldórsson sem keppir fyrir Íslandshönd.

Bláfjallagangan fer fram þann 12. febrúar 2011 og hefst hún kl. 13:00.

Gangan er hluti af Íslandsgöngunni en tilgangur hennar er að hvetja almenning til þátttöku í skíðagöngu.
Skráning fer fram á vef Skíðagöngufélagsins Ullur http://ullur.wordpress.com/ og á keppnisstað í skála félagsins við Suðurgil. Þar verður einnig rásmarkið. Skráning á keppnisstað hefst kl. 11:30.

Reikningsnúmerið er 0117-26-6770 og kt.600707-0780.

Verðlaunaafhending og veitingar verða að lokinni keppni í skála Breiðabliks í Bláfjöllum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:

Bláfjallagangan/Íslandsganga verður 20 km og keppt í fjórum aldursflokkum karla og kvenna.
16-34 ára
35-49 ára
50 ára - 59 ára
60 ára og eldri

Bláfjallagangan 10 km er fyrir 13 ára og eldri. ATH að skv. reglum SKÍ mega börn 9 ára
og eldri keppa í þessum flokki.

Bláfjallagangan 5 km er fyrir 12 ára og yngri.

Þátttökugjald í Íslandsgöngunni er fyrir 20 km kr 2000, 10 km kr. 1500 og 5 km kr. 500

Kær kveðja
Ullungar
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna