Skíði
Á fundi stjórnar var ákveðið að hafa æfingagjöldin óbreytt 3 árið í röð.
Sjá nánar hér
Sunnudaginn 31 október verður vetrarkaffi Skíðadeildar Víkings haldið í Henglinum, skíðaskálanum okkar í Bláfjöllum. Við höfum sama háttin á og áður að allir koma með eitthvað góðgæti á kaffihlaðborð, drykkjarföng verða í boði stjórnar
Sjá nánar hér
Ånen gamli þjálfarinn í 15+ hjá okkur í Víking sem var búið að ráða sem landsliðsþjálfara hefur hætt störfum sjá nánar á heimasíðu SKI
Þá er dagskrá Kópaþreks komin á netið sjá hér
Árni Rúdólfsson í KR tók saman eftirfarandi punkta, en hann var á fundi sem formenn allra deilda héldu með stjórnmálamönnum á dögunum. Mikilvægt er að upplýsa félagsmenn í öllum félögum um hver afstaða flokkanna er gagnvart snjóframleiðslu hér hjá okkur.

Einnig er brýnt að skíðafólk mæti á hverfafundi sem flokkarnir halda, spyrja spurninga og óska eftir svörum.

Finnst þeim t.d. eðlilegt að 70.000 höfuðborgarbúar hafi skíðað á Akureyrar í vetur.
-Skíðaíþróttin standi ekki jafnfætis öðrum íþróttagreinum hvað varðar aðstöðu.
-Forvarnargildi skíðaíþróttarinnar eru mikilvæg eins og aðrar íþróttagreinar.
-Skíðaíþróttin nýtur gríðalegrar vinsældar meðal almennings.
-Mikilvægt vetrarsport fyrir allan almenning, sem er bæði heilsusamleg og bætir andlega heilsu.
-Íslendingar kvarta mikið undan skammdegisþunglyndi. Útiveran, hreyfingin og birtan sem snjórinn gefur hefur jákvæð áhrif.


SNJÓFRAMLEIÐSLA OG PÓLITÍK

Að undanförnu hefur Skíðasambandið og Skíðaráð Reykjavíkur unnið markvist að því að að þrýsta á forráðamen skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu til að hefja snjóframleiðslu í Skálafelli og Bláfjöllum.

SKÍ og SKRR stóðu fyrir fundi um málið 29. apríl síðastliðin, þar sem allir hagsmunaaðilar málsins voru mætir ásamt fulltrúum frá flestum framboðum sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga Í Reykjavík.

Á formannafundi sem haldin var á vegum ÍBR síðastliðin föstudag þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum framboðum í Reykjavík, nema Besta flokknum og Framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni, fór fulltrúi SKRR fram á skýr svör framboðana hvort þau myndu beita sér fyrir snjóframleiðslu í Skálafelli og Bláfjöllum ef þeirra fulltrúar kæmust til valda að lokum kosningum.

Sum framboðana voru áhugasamari en aðrir um málið en í stuttu máli voru öll framboðin nema tvö tilbúin að beita sér fyrir snjóframleiðslu.

Þau framboð sem voru hlynnt snjóframleiðslu voru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstrihreyfinginn grænt framboð og Frjálslindi flokkurinn.

Hins vegar kom það fram að Samfylking og Reykjavíkurframboðið voru ekki hlynnt því að hefja snjóframleiðslu.

Út frá þessum niðurstöðum er það nokkuð ljóst hvað skíðafólk á að kjósa í næstu kosningum, alla vega ef það hefur áhuga á því að komast á skíði í Bláfjöllum og Skálfell

Eingöngu tæpur hálfur mánuður er í kostningar.

Við þurfum að vinna þetta áfram öll sem eitt. Haldið áfram að skrifa í blöðin..
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna