Skíði

Nú er að baki erfiður skíðavetur og komið að hinni árlegu uppskeruhátíð Skíðaráðs Reykjavíkur.

Hátíðin verður haldin miðvikudaginn 19. maí, kl 18:00, í KR heimilinu, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík

Veit verða verðlaun til Reykjavíkurmeistara, viðurkenningar og verðlaun til Faxaflóameistara.

Skíðaráðið skorar á alla til að mæta og taka þátt í Uppskeruhátíðinni.
Skíðadeild Víkinsg óskar eftir skíðaþjálfurum fyrir 12 ára og yngri.
Um er að ræða annarvegar þjálfara fyrir 9-12 ára og hinsvegar þjálfara fyrir 8 ára og yngri.
Áhugasamir hafi samband við Jón í síma 618 7165 eða í netfang
Í hópnum eru sex aðilar sem keppa sem gestir á leikunum og auk þeirra koma foreldrar og tveir þjálfarar. Hópurinn er frá félaginu Njård sem er í Osló og tóku félagar í Njård á móti iðkendum frá okkur sem voru að keppa á FÍS móti í Noregi síðastliðinn febrúar. Norsku keppendurnir verða auðþekkjanlegir þar sem þeir verða í Víkingspeysum á verðlaunaafhendingunum og sitja hjá okkur Víkingum. Við skulum öll hjálpast að við að gera ferðina þeirra til Íslands ánægjulega og eftirminnilega þar sem við vonumst til að fá fleiri hópa frá Noregi í framtíðinni.
Kæru skíðafélagar!

Núna eins og undanfarin ár bíður EVEREST upp á fyrirframpantanir á skíðum, skóm og bindingum frá FISCHER.

Frestur til að panta skíði hjá okkur er til 28. apríl, en skíðin verða afhent í byrjun desember. Við munum vera á Andrésar Andarleikunum og taka við pöntunum. Einnig er hægt að senda inn pantanir á netfangið mitt

Við förum fram á 40% staðfestingargjald. Sem við munum vinna þannig að í byrjun maí sendi ég ykkur pantanaformið á tölvupósti með upplýsingum um greiðslufyrirkomulag. Staðfestingargjaldið þarf svo að greiðast fyrir 10 maí.

Í október byrjun sendi ég svo út til ykkar loka staðfestingu. En ef þið hættið við þá, þá er einungis 20% af staðfestingargjaldinu endurkræft.

Hér er pöntunarlisti

Fyrir hönd starfsfólks Everest.

Halldóra.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna