Skíði
Báðum þeim mótum sem áttu að fara fram um helgina skv mótatöflu hefur verið frestað.

Vegna snjóleysis verður að fresta Reykjavíkurmótunum tveimur, í flokki 9-12 ára, sem halda átti um næstu helgi á vegum ÍR og KR. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ný dagsetning fyrir mótið en hún verður kynnt seinna.

Bikarmóti í flokki 13.-14. ára í alpagreinum sem fram átti að fara helgina 30.-31. janúar á Dalvík/Ólafsfirði hefur verið frestað um viku vegna slæmra aðstæðna. Veður hefur verið skíðafólki óhagstætt að undanförnu.
Mótið verður haldið á Dalvík / Ólafsfirði 6.-7. febrúar

Mótanefnd SKÍ hefur samþykkt tillögu Skíðafélags Ísafjarðar um frestun á bikarmóti 13-14 ára í alpagreinum sem halda átti á Ísafirði um næstu helgi um eina viku vegna snjóleysis vestra. Vonir standa til að úr rætist og aðstæður skapist til mótahalds á Ísafirði helgina 20.-21. Febrúar.
Þetta var að koma frá Atomic á íslandi. Upplýsingar, pöntunarlisti og bæklingur

Keppt verður í stórsvigi og samhliðarsvigi í nokkrum flokkum.
Við bryddum upp á nýjungum í ár og verður einnig liðakeppni.

Mótsreglur:
Allar þær kempur sem náð hafa 30 ára aldrinum mega skrá sig til leiks.
Gerð verður undfntekning fyrir kempur á aldrinum 25-29 ára sem hættu keppni fyrir að minnsta kosti 2 árum.
Liðin verða að standa af 4 kempum eða 2 körlum og 2 konum
Mótsgjald verður auglýst síðar

Dagskrá:

Föstudagurinn 5. Mars
19:00 – 21:00 Létt skíðaæfing í braut -startæfing
21:00 „Farastjórafundur“ í Skíðahóteli -léttar veitingar í boði

Laugardagurinn 6. Mars
9:30-9:45 Brautarskoðun – karlar og konur
10:00 Start – konur byrja og svo karlar strax á eftir
11:30 Start síðari ferð – konur byrja og svo karlar strax á eftir
13:00-14:00 Lunch í tjaldi fyrir ofan skíðahótelið
14:30 Samhliðasvig – skoðun og skafa brautir
14:45 Start samhliðasvig
16:00 Áætluð mótslok
16:30 After ski á Bryggjunni -tilboð á pizzu, bjór og skotum
20:00 Lokahóf á Strikinu/Pósthúsbarnum -kvöldverður, verðlaunaafhending og skemmtun fram eftir nóttu

Hóptilboð á helgarpössum í Hlíðarfjall, 2 dagar kr. 3.990,-
Verð fyrir skíðapassa á föstudagskvöldið verður auglýst síðar, fer eftir hversu margir mæta.

Flug og gisting:
Hóptilboð á flugi og gistingu á Hótel KEA. Hópur miðast við 10 eða fleiri.
Verð á mann í flug og tvær nætur á hóteli kr. 27.800,- tveggja manna herbergi
Verð á mann í flug og tvær nætur á hóteli kr. 34.100,- eins manns herbergi

Hópafargjald í flug er kr. 16.300,- á mann miða við 10 manns eða fleiri.
http://www.visitakureyri.is/IS/gisting-og-radstefnur/

Búið er að taka frá nokkur sæti í flug og einhver herbergi á Hótel KEA. Þeir sem hafa áhuga sendið póst á netfangið
Það verður að ganga frá greiðslum fyrir 29. jan.

Fylgist með á www.skidakempur.blogcentral.is

Hlökkum til að sjá sem flesta á Kempumótinu, við lofum miklu stuði.

Skíðakveðjur,
Mótsnefndin

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna