Mótanefnd SKÍ hefur
samþykkt tillögu Skíðafélags Ísafjarðar um frestun á bikarmóti 13-14 ára í
alpagreinum sem halda átti á Ísafirði um næstu helgi um eina viku vegna
snjóleysis vestra. Vonir standa til að úr rætist og aðstæður skapist til
mótahalds á Ísafirði helgina 20.-21. Febrúar.
Báðum þeim mótum sem áttu að fara fram um helgina skv mótatöflu hefur verið frestað.
Vegna snjóleysis verður að fresta Reykjavíkurmótunum tveimur, í flokki 9-12 ára, sem halda átti um næstu helgi á vegum ÍR og KR. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ný dagsetning fyrir mótið en hún verður kynnt seinna.
Bikarmóti í flokki 13.-14. ára í alpagreinum sem fram átti að fara helgina 30.-31. janúar á Dalvík/Ólafsfirði hefur verið frestað um viku vegna slæmra aðstæðna. Veður hefur verið skíðafólki óhagstætt að undanförnu.
Mótið verður haldið á Dalvík / Ólafsfirði 6.-7. febrúar