Skíði
Þetta var að koma frá Atomic á íslandi. Upplýsingar, pöntunarlisti og bæklingur

Keppt verður í stórsvigi og samhliðarsvigi í nokkrum flokkum.
Við bryddum upp á nýjungum í ár og verður einnig liðakeppni.

Mótsreglur:
Allar þær kempur sem náð hafa 30 ára aldrinum mega skrá sig til leiks.
Gerð verður undfntekning fyrir kempur á aldrinum 25-29 ára sem hættu keppni fyrir að minnsta kosti 2 árum.
Liðin verða að standa af 4 kempum eða 2 körlum og 2 konum
Mótsgjald verður auglýst síðar

Dagskrá:

Föstudagurinn 5. Mars
19:00 – 21:00 Létt skíðaæfing í braut -startæfing
21:00 „Farastjórafundur“ í Skíðahóteli -léttar veitingar í boði

Laugardagurinn 6. Mars
9:30-9:45 Brautarskoðun – karlar og konur
10:00 Start – konur byrja og svo karlar strax á eftir
11:30 Start síðari ferð – konur byrja og svo karlar strax á eftir
13:00-14:00 Lunch í tjaldi fyrir ofan skíðahótelið
14:30 Samhliðasvig – skoðun og skafa brautir
14:45 Start samhliðasvig
16:00 Áætluð mótslok
16:30 After ski á Bryggjunni -tilboð á pizzu, bjór og skotum
20:00 Lokahóf á Strikinu/Pósthúsbarnum -kvöldverður, verðlaunaafhending og skemmtun fram eftir nóttu

Hóptilboð á helgarpössum í Hlíðarfjall, 2 dagar kr. 3.990,-
Verð fyrir skíðapassa á föstudagskvöldið verður auglýst síðar, fer eftir hversu margir mæta.

Flug og gisting:
Hóptilboð á flugi og gistingu á Hótel KEA. Hópur miðast við 10 eða fleiri.
Verð á mann í flug og tvær nætur á hóteli kr. 27.800,- tveggja manna herbergi
Verð á mann í flug og tvær nætur á hóteli kr. 34.100,- eins manns herbergi

Hópafargjald í flug er kr. 16.300,- á mann miða við 10 manns eða fleiri.
http://www.visitakureyri.is/IS/gisting-og-radstefnur/

Búið er að taka frá nokkur sæti í flug og einhver herbergi á Hótel KEA. Þeir sem hafa áhuga sendið póst á netfangið
Það verður að ganga frá greiðslum fyrir 29. jan.

Fylgist með á www.skidakempur.blogcentral.is

Hlökkum til að sjá sem flesta á Kempumótinu, við lofum miklu stuði.

Skíðakveðjur,
Mótsnefndin

Á heimasíðu sjúkraþjálfunar Afl má sjá upplýsingar um algeng skíðameiðsl, geiningu þeirra og meðferð.

Skíðasamband Íslands í samráði við alpagreinanefnd hefur valið keppendur til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga 2010. Eftirtaldir einstaklingar skipa lið SKÍ.

Iris Guðmundsdóttir SKA, Katrín Kristjánsdóttir SKA, María Guðmundsdóttir SKA, Tinna Dagbjartsdóttir SKA, Sigurgeir Halldórsson SKA, Gunnar Þór Halldórsson SKA, Jón Gauti Ástvaldsson Víking og Eyþór Arnarson SKA.
Þjálfarar og fararstjóri verða Primoz Skerbinek,Markus Jakobson og Ingvi Gir Ómarsson

Víkingur óskar öllum þessum einstaklingum til hamingju
Hér má sjá myndaband sem Gummi Kobba tók í æfingaferð til Akureyrar síðustu helgi.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna