Skíði
Skíðasamband Íslands í samráði við alpagreinanefnd hefur valið keppendur til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga 2010. Eftirtaldir einstaklingar skipa lið SKÍ.

Iris Guðmundsdóttir SKA, Katrín Kristjánsdóttir SKA, María Guðmundsdóttir SKA, Tinna Dagbjartsdóttir SKA, Sigurgeir Halldórsson SKA, Gunnar Þór Halldórsson SKA, Jón Gauti Ástvaldsson Víking og Eyþór Arnarson SKA.
Þjálfarar og fararstjóri verða Primoz Skerbinek,Markus Jakobson og Ingvi Gir Ómarsson

Víkingur óskar öllum þessum einstaklingum til hamingju
Hér má sjá myndaband sem Gummi Kobba tók í æfingaferð til Akureyrar síðustu helgi.
Stefnan er að vera með æfingar á Akureyri 26 - 30 des fyrir 12 ára og eldri.
Lagt verður af stað seinnipartinn þann 26 des.
Svo verðu FIS mót 27 og 28 des fyrir stóru krakkana.
Gisting er í húsinu sem við höfum verið með undafarið meðan húsrúm leyfir.

Vinsamlega sendið staðfestingu á sem fyrst svo hægt sé að byrja að skipuleggja.

Kveðja Stjórnin og þjálfarar


Á heimasíðu sjúkraþjálfunar Afl má sjá upplýsingar um algeng skíðameiðsl, geiningu þeirra og meðferð.
Karen María Jensdóttir fékk úthlutað styrk úr afrekssjóði kvenna hjá Víkingi um leið og íþróttamaður Víkings var krýndur. Við óskum henni til hamingju með þetta.
Þessa dagana streyma iðkendur 12 ára og eldri norður á Akureyri á skíði og stefnan er að dvelja þar meira og minna fram að jólum. Skipulagðar æfingar eru fyrir þennan aldursflokk.
Um helgina verður Dagnýjarmótið haldið en það er Fis mót fyrir 15 ára og eldri.

Við hvetjum fólk til að fara á skiði og ef yngri krakkar en 12 ára (þó ekki þeir allra yngstu) eru á svæðinu þá er bara að hitta á þjálfarana okkar þá Tóta eða Ånen uppá að fá að taka æfingu.
En svona í byrjun vetrar er aðalatriðið að skíða frjálst til að rifja upp hvernig þetta virkar alltsaman.


Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna