Skíði
Þessa dagana streyma iðkendur 12 ára og eldri norður á Akureyri á skíði og stefnan er að dvelja þar meira og minna fram að jólum. Skipulagðar æfingar eru fyrir þennan aldursflokk.
Um helgina verður Dagnýjarmótið haldið en það er Fis mót fyrir 15 ára og eldri.

Við hvetjum fólk til að fara á skiði og ef yngri krakkar en 12 ára (þó ekki þeir allra yngstu) eru á svæðinu þá er bara að hitta á þjálfarana okkar þá Tóta eða Ånen uppá að fá að taka æfingu.
En svona í byrjun vetrar er aðalatriðið að skíða frjálst til að rifja upp hvernig þetta virkar alltsaman.


Kópaþrek verður haldið fyrir unglinga í aldurshópnum 13-16 ára (alpagreinum og skíðagöngu) helgina 18.-20. september nk. í Bláfjöllum.

Kópaþrek er æfingabúðir þar sem markmiðið er að styrkja félagsleg tengsl unglinga í aldurshópnum 13-16 ára og auka þrek og þol þeirra. Þannig geta skíðakrakkar alls staðar af landinu eytt helginni saman við æfingar, fræðslu og skemmtun. Skíðafélögum er velkomið að senda fararstjóra með þátttakendum.

Á bloggsíðunni http://kopathrek.blog.is/blog/kopathrek/ er að finna ýmsar upplýsingar um Kópaþrek og þar verða upplýsingar birtar um dagskrá o.fl. þegar nær dregur.

Þátttökugjaldið er 15.000 krónur og í gjaldinu er allt innifalið, s.s. gisting, fullt fæði, fræðsla og skemmtum. Með ferðum frá Ísafirði/Akureyri/Egilsstöðum er gjaldið 18.000 kr. Þátttökugjaldið skal greiða inn á reikning skíðadeildar Breiðabliks: 0130-05-112373. Mikilvægt er að setja nafn barns í tilvísun.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi 14. september nk., hjá Gísla Gíslasyni á netfanginu: . Gefa þarf upp nafn barns, kennitölu, heimilisfang og félag. Auk þess þarf að gefa upp nafn og símanúmer foreldra.

Með bestu kveðju

Kópaþreksnefnd

Skíðadeild Breiðabliks

Kæru Skíðavíkingar
Sumarferð Skíðadeildar Víkings verður farin í Þakgil við rætur Mýrdalsjökuls.
Í Þakgili eru skemmtilegar gönguleiðir, frábær grillaðstaða, góðir jeppatúramöguleikar og gott skjól. Staðurinn er fjölskylduvænn og fært er í Þakgil á öllum bílum.
Gott tjaldstæði er í Þakgili og einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér smáhýsi hafa samband beint við staðarhaldara í Þakgili.
Sjáumst hress og kát eins og vanalega.
Nánari upplýsingar
Sigrún Hallgríms
S: 6617746
Nokkrar breytingar hafa orðið á mótaskránni og þá aðalega hjá 13-14 ára flokknum.
Kíkið á mótaskrána hér
Þrekæfingar eru nú hafnar hjá 12 ára og eldri. Fylgist með símsvara 878 0030
Bikarkeppni SKÍ er lokið, SKRR stigahæst með 18.356 stig. Sjá frétt á heimasíðu Skíðasambandsins
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna