Skíði
Mjög góð þáttaka er á fjölskyldudag BYKO/Intersport/Húsgagnahöllin/Elko á sunnudaginn.

Það hafur gengið mjög vel að fá fólk til að taka að sér kennslu, eldamennsku, tímatöku og önnur verkefni tengd skíðadeginum. Við vonumst til að getað haldið kennslunámskeiðið á morgun þar sem það féll niður vegna veðus á fimmtudag. Námskeiðið verður haldið strax að loknum æfingum hjá krökkunum ef hægt er.

Veðurútlit er ekki of gott fyrir sunnudaginn eins og stendur. Upplýsingar koma hér á síðuna kl 15:00 á morgun laugardag með frekari fréttum. Það er hugsanlegt að deginum verði frestað um eina viku til 22 febrúar ef útlitið verður slæmt.

Nánari upplýsingar
Hilmar 6917746
Það var rosalega gaman á æfingu hjá 8 ára og yngri síðastliðin sunnudag. Krakkarnir fóru í ótrúlega æfintýraferð í Kónginn og með í för var býfluga, belja og hani. Veðrið var ekkert sérstaklega gott enn það tók enginn eftir því, stuðið var svo mikið.

Tækifærið var notað og reynt að krækja í nýja félaga í leiðinni.
Við Víkingarnir sáum um tímatökuna, tímaskráningu alla, startið og að auki hljóp Óli Magg í þularhlutverkið þegar á þurfti að halda. Við vorum með nýtt fólk í öllum hlutverkum í tímatökuskúrnum, Jens og Valdi voru á klukkunni og Daði var í skráninum í nýtt skráningarforrit. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk mjög vel og eru þeir útskrifaðir með hæstu einkunn. Á laugardeginum var Ingibjörg að skrá á pappírinn úti og Didda sá um þá skráningu á sunnudeginum. Á laugardeginum brá Finna sér í gult vesti og gætti tveggja porta og í startinu stóðu Elli og Nonni vaktina.
Það voru foreldrar 13 ára og eldri sem tóku þetta verkefni að sér sem lið í fjáröflun til niðurgreiðslu á ferðum þessara hópa. Það gekk mikið á og gengu þrifin vel. Á myndasíðu okkar (www.flickr.com/vikingurskidi) eru nokkrar myndir frá verkinu.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna