Skíði

skidijpg.jpgNú er 100 manna hópur úr skíðadeildinni komin heim aftur eftir frábæra daga í Folgaria á Ítalíu. Ferðin var mjög vel heppnuð, hópurinn var heppin með veður, sól og blíða nánast alla daga. 

Núna er búið að opna í Bláfjöllum og skíðaæfingar fyrir alla hópa hafnar. Þetta er frábær tími til að prufa æfingar fyir þá sem langar að byrja að æfa skíði.

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nú fer starf skíðdeildarinnar að komast á fullt skrið, þrekæfingar byrjaðar og vonandi fer snjórinn að hlaðast upp í fjallinu. Okkur að langar að hvetja alla til að ganga frá skráningu á sínu barni/börnum á heimasíðu Víkings í skráningarkerfinu.


Síðastliðina helgi lauk fyrstu bikarmótshelginni í alpagreinum. Mótið var í flokki 16 ára og eldri og fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri. Keppt var í tveimur svigum og tveimur stórsvigum þó einungis fyrri tvö mótin  í hvorri grein giltu til bikarstiga. Öll fjögur mótin voru FIS mót.

skiamarkaur202014-page0001Skíðadeild Víkings stendur fyrir árlegum skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað sunnudaginn 23. nóvember milli kl. 11. og 14.Markaðurinn verður í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Fossvogi.

Þrír Víkingar eru nú við æfingar á Hintertux jökli í Austurríki. Þau María Eva, Jón Gunnar og Páll Ársæll eru í æfingarferð með SKLRB sem er sameiginlegt lið SKRR og Breiðabliks. Aðstæður hafa verið mjög góðar og æfingar gengið vel.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna