Skíði
Um helgina kepptu öll Reykavíkurfélögin saman undir merkjum SKRR (Skíðaráðs Reykjavíkur) á bikarmóti 15 ára og eldri. Mótið var um leið ENL FIS mót.

Bikarúrslit er hægt að sjá á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar og FIS úrslit er að finna hér.

Helsti árangur okkar keppenda í Bikarmótinu var (án ábyrgðar):
15-16 ára stúlkur
Elísabet Daðadóttir 4 sæti stórsvig
Sóldís Alda Óskarsdóttir 8 sæti stórsvig

15-16 ára piltar
Hjörleifur Þórðarson 5 sæti stórsvig, 5 sæti svig
Veigar Friðgeirsson 7 sæti stórsvig, 7 sæti svig

17-19 ára stúlkur
Margrét Eva Þórðardóttir 3 sæti stórsvig
Eyrún Kristín Eyjólfsdóttir 4 sæti svig

17-19 ára piltar
Brynjar Jökull átti brautartímann í fyrri ferð í svigi enn féll úr keppni í seinni ferð.

Það verður síðan spennandi að sjá bikarpúnktana sem SKRR náði um helgina, þeir byrtast vonandi fljótlega á SKÍ síðunni.


Elísabet náði 4 sæti í sínum flokki og 7 sæti yfir heildina.
Minnum á tilboð á árskortum í Bláfjöll/Skálafell til foreldra. Tilboðið stendur til 5 Janúar.

Korin fást í þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum og í Hinu húsinu Pósthússtræti.

Aðeins eru afgreidd harðspjalda árskort og kostar spjaldið aukalega 1.000 krónur nema fólk komi með kort sem það á fyrir.
Kæru skíðafélagar!

Nú hefur Everest tekið upp á því að hafa skíðaskiptimarkað. Þið
getið komið með vel með farin skíði og skó og skipt þeim upp í
ný. Fyrst um sinn ætlum við eingöngu að taka við barna skíðum 130
cm og minna, og skóm allt að 255 (39 - 40).

Við vonum að þetta mælist vel fyrir hjá ykkur.

Með skíðakveðju
Starfsfólk Everest.
Minnum á að fólk sé með skráðar rétt tölvu póstfang á póstlista Skíðadeildarinnar. Ef fólk er ekki að fá póst eða óskar ekki eftir pósti þarf að senda línu á með nafni viðkomandi og nafni barns þannig að hægt sé að tengja póstfangið við viðkomandi aldurshóp.

Kv
Stjórnin.
Þessa dagana fer fram FIS mót í Geilo. Þar eru Jón Gauti og Hjölli að keppa. Hér er hægt að fylgjast með gangi mála hjá þeim. Með því að smella á kassan með R inní (Result) koma upp úrslitin fyrir þessi mót sem fara þarna fram.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna