Skíði
Þessa dagana fer fram FIS mót í Geilo. Þar eru Jón Gauti og Hjölli að keppa. Hér er hægt að fylgjast með gangi mála hjá þeim. Með því að smella á kassan með R inní (Result) koma upp úrslitin fyrir þessi mót sem fara þarna fram.

Átta Víkingar taka nú þátt í Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Þeim hefur gengið nokkuð vel.

Jón Gauti t.a.m. í fyrsta sæti í sínum aldursflokki í stórsvigi og tíundi yfir alla og Eyrún var í sjötta sæti í stórsvigi og því áttunda í svigi yfir alla aldursflokka. Öll úrslit mótsins má sjá hér.
Vegna fjölda fyrirspurna og þeirri staðreynd að skíðapantanir iðkenda verða komnar í hús er stefnan að halda annan skíðamrkað þann 11 janúar. Fyrirkomulagið verðu svipað og síðast nema að bæði móttaka og salan fer fram á sama degi, mótakan fyrir hádegi og salan eftir hádegi. Ef ekki verður skíðaæfing hjá krökkunum þá er stefnan að krakkarnir fari í flöskusöfnun á meðan markaðurinn er, þannig að allir hafi eitthvað fyrir stafni þennan dag.
Í tilefni af fyrirfram pöntunum á keppnisvörum fyrir veturinn 2008-2009 sendum við ykkur lista yfir vörurnar. Útilif bíður upp á Rossignol vörur eins og undanfarinn ár en einnig Blizzard skíði.

Ath. nýjar FIS reglur í stórsvígi hjá 15 ára og eldri:

  • KVK lámark 23 í beygjuradíus. Ný skíði frá Rossignol sem eru fyrir KVK í stærðum 176cm og 182cm.
  • KK lámark 27 í beyjuradíus. Ný skíði frá Rossignol sem eru fyrir KK í stærðum 186cm og 191cm.
  • Útilif á til á lager nokkur pör af 2007-2008 svig- og stórsvigsskíðum á hagstæðari verði sem eru með nýju FIS reglunni sem tekur í gildi næsta vetur.
  • Við veitum 30% til 40% afslátt af fyrirfram pöntunum, sjá meðfylgjandi skjal.
  • Pantanir þurfa að berast fyrir 31 mars 2008 svo að Útilíf geti afhent vörur í tæka tíð.
  • Afhending verður í lok nóvember.
Hér er Lýsing á Rossignol búnaði, hér eru Skíði og að lokum Skór.

Best er að hafa samband við Gauta í Glæsibæ í síma 664-1523 eða senda honum póst á netfangið .

Kveðja,
Útilif
Gauti Sigurpálsson
Nú er unglingameistaramóti Íslands lokið á Akureyri . Á föstudaginn kepptu 13-14 ára í svigi og 15-16 ára í stórsvigi. Veðrið var þokkalegt, ekki mög heitt og skafrenninguur sem olli seinkur á seinni ferð stórsvigi 15-16 ára.

Á laugardaginn snerist þetta við og þá kepptu 13-14 ára í stórsvigi og 15-16 ára í svigi. Veðríð var frábært, sól og blíða. Eftir keppni fóru krakkarnir í pizzuveislu í verkmenntaskólanum og hámuðu í sig hinum ýmsu tegundum af pizzum.

Á sunnudaginn var keppt í samhliða svigi í sól og blíðu. Þar voru háðar miklar keppnir og var mikil spenna í síðustu umferðunum.

Öll úrslit mótsins eru á heimasíðu SKÍ. Á þeirri síðu eru einnig myndir frá mótinu og að vanda var Gummi Kobba með vélina á lofti og eru myndir frá honum hér. Akureyringar tóku líka myndir og eru þær inni á heimasíður skíðadeildar Akureyrar.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna