Skíði
Í tilefni af 100 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Víkings nýverið var Jensína Guðrún Magnúsdóttir sæmd heiðurskrossi Skíðasambands Íslands.

Jensína hefur setið í stjórn skíðadeildar Víkings í 28 ár, þar af sem formaður í 22 ár: Hún hefur einnig átt sæti í nefndum á vegum SKÍ. Með elju sinni og óbilandi áhuga á skíðaíþróttinni og velferð skíðaæskunnar er hún í hópi þeirra sem mest hafa lagt af mörkum til íþróttarinnar. Stjórn SKÍ færir Jensínu hamingjuóskir með viðurkenninguna.

Eftirtaldir aðilar hlutu gullmerki SKÍ: Frank Hall, Freyr Bjartmarz, Ólafur Friðriksson, Þórður Georg Hjörleifsson og Axel Alfreðsson.

Silfurmerki SKÍ hlutu, Ágúst Friðriksson, Þórdís Hjörleifsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þorbjörn Jónsson og Ástvaldur Kristinsson.
Þrekæfingar haustið 2008 eru eftirfarandi.

  • 8 ára og yngri á laugardögum frá kl 10-11 í íþróttasalnum í Fossvogsskóla. Símsvari 878 1710.
  • 9 - 12 ára á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 18-19 og laugardaga frá kl 11-12 í íþróttasalnum í Fossvogsskóla. Símsvari 878 1710.
  • 13 ára og eldri BootCamp á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 19-20 í Egilshölinni í Grafarvogi.
Icelandair Cup mótið í Bláfjöllum hefst í fyrramálið. Á fararstjórafundi fyrir stundu kom fram að keppt verður í Stórsvigi og Svigi á morgun. Dagskrá verður byrt von bráðar á www.ski.is .

Reynt verður að hafa LIVE tímatöku á netinu. Ef það tekst koma nánari upplýsingar um slóðina síðar.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna