Skíði

Fyrsta skálaferð vetrarins hjá 11 ára og yngri hópsins var um helgina. Frábær mæting og mjög skemmtileg helgi með frábærum hóp. Meðfylgjandi eru myndir frá helginni.

Photo 7.5.2014 21 07 41 Reykjavíkurmót 10 ára og eldri var haldið í Bláfjöllum 7.maí 2014.


Hér eru úrslit mótsins:

10-11 ára stúlkur
10-11 ára drengir
12-13 ára stúlkur
12-13 ára drengir 
14-15 ára stúlkur 
14-15 ára drengir 
16+ stúlkur
16+ drengir 

Photo 7.5.2014 21 09 31

samhlidasvig02

Það var líf og fjör í Bláfjöllum í gær þegar Víkingur og ÍR kepptu í samhliðasvigi. Keppt var í öllum aldursflokkum og tóku foreldrar og þjálfarar einnig þátt. Eftir samhliðasvigið var grillveisla í skálanum þar sem um 90 manns, skíðakrakkar og fjölskyldur þeirra, í Víking og ÍR, nutu kræsinganna og áttu góðar stundir fram eftir kvöldi.

Allir krakkar fengu páskaegg frá Freyju og um kvöldið fóru krakkarnir út með plastpoka og renndu sér í brekkunum. Stór hluti hópsins gisti svo í skálanum og í morgun var farið snemma af stað og hófust skíðaæfingar kl.8:30. Um hádegi versnaði veðrið og þá var haldið heim á leið.

Hér eru myndir frá samhliðasviginu 

Þann 28. september var árlega vetrarkaffi skíðadeildarinnar haldið hátíðlegt. Í þetta skiptið fór vetrarkaffið fram í félagsheimili ÍR þar sem skíðadeildirnar eru í samstarfi með þjálfun 8 ára og eldri. Veitt voru verðlaun fyrir innanfélagsmótið síðast liðið vor ásamt því að vetrarstarfið og þjálfarar voru kynntir. Með kaffinu er nýtt skíðaár formlega hafið.

a2013 16397Skíðakrakkarnir í Víking stóðu sig vel á Andrésarleikunum í síðustu viku.

Við ætlum að starta samhliðasvigi fyrir alla sem vilja í dag, miðvikudag 16.apríl kl: 18.00 Undirbúningur hefst 17:30, samhliðasvig er fyrir alla unga sem aldna og hér að neðan eru myndir frá því í fyrra og ein gömul frá hengli af páskafjöri ;-) 
Vonumst til að sjá sem flesta en gleðilega páska til ykkar allra.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna