Skíði

a2013 16397Skíðakrakkarnir í Víking stóðu sig vel á Andrésarleikunum í síðustu viku.

Við ætlum að starta samhliðasvigi fyrir alla sem vilja í dag, miðvikudag 16.apríl kl: 18.00 Undirbúningur hefst 17:30, samhliðasvig er fyrir alla unga sem aldna og hér að neðan eru myndir frá því í fyrra og ein gömul frá hengli af páskafjöri ;-) 
Vonumst til að sjá sem flesta en gleðilega páska til ykkar allra.

vikingleikarVíkingaleikarnir 2014 voru haldnir upp í Bláfjöllum laugardaginn 22. mars við frábærar aðstæður.
Keppt var hjá drengjum og stúlkum í svigi 8-9 ára og stórsvigi 7 ára og yngri. Einnig var þrautabraut opin öllum á meðan á keppni stóð sem keppendur og aðrir gátu rennt sér í.

Mótshald gekk vel fyrir sig og óhætt að segja að krakkarnir hafi skemmt sér vel í fjallinu. Alls kepptu 103 keppendur frá sjö skíðadeildum m.a. frá Mývatnssveit.
Veit voru verðlaun í öllum flokkum í boði útivistarverslunarinnar Everest og sælgætisgerðarinnar Freyju.
Þar að auki var dregin út aukavinningur þar sem sú heppna var Sólrún Axelsdóttir frá Víking. Fékk hún Head skíði og bindingar frá Everest að launum.
Skíðadeild Víkings vill þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og öllum öðrum sem komu að þessu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir.

samhlidasvig02

Það var líf og fjör í Bláfjöllum í gær þegar Víkingur og ÍR kepptu í samhliðasvigi. Keppt var í öllum aldursflokkum og tóku foreldrar og þjálfarar einnig þátt. Eftir samhliðasvigið var grillveisla í skálanum þar sem um 90 manns, skíðakrakkar og fjölskyldur þeirra, í Víking og ÍR, nutu kræsinganna og áttu góðar stundir fram eftir kvöldi.

Allir krakkar fengu páskaegg frá Freyju og um kvöldið fóru krakkarnir út með plastpoka og renndu sér í brekkunum. Stór hluti hópsins gisti svo í skálanum og í morgun var farið snemma af stað og hófust skíðaæfingar kl.8:30. Um hádegi versnaði veðrið og þá var haldið heim á leið.

Hér eru myndir frá samhliðasviginu 

umiDalvik1  

Um síðustu helgi var unglingameistaramót Íslands hjá 12-15 ára haldið á Dalvík og Ólafsfirði í blíðskaparveðri. Víkingar áttu sjö fulltrúa á mótinu sem tóku þátt í svigi, stórsvigi og blandsvigi, sem en ný aukagrein á UMÍ. Georg Fannar (stórsvig) og Jón Gunnar (svig) urðu unglingameistarar, en helstu úrslit voru:

Víkingaleikar 9 ára og yngri verða haldnir 23. Mars. (24.mars til vara) í Mikka Ref í Bláfjöllum

Leikjabraut verður opin öllum samhliða keppni

Dagskrá: 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna