Skíði

Brynjar Jökull Guðmundsson endaði í 39. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Schladming í Austurríki í dag.

Brynjar varð í 52. sæti eftir fyrri ferðina en hann endaði eins og áður sagði í 39. sæti af þeim 47 skíðamönnum sem tókst að ljúka keppni.

Alþjóðurlegur skíðadagur verður haldinn í Bláfjöllum sunnudaginn 20 Janúar.

 

Verður boðið uppá fría skíðakennslu heitt kakó ofl á svæðinu.

 

Skíðadeildin verður með sína heimsfrægu gúllassúpu til sölu á sanngjörnu verði i skála deildarinnar.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Islandsgangan 2013-1

 

Brynjar Jökull Guðmundsson hafnaði í 25. sæti í undankeppni í svigi karla á heimsmeistaramótinu í alpaíþróttum í Schladming í Austurríki í dag.

Brynjar Jökull fór fyrri ferðina á 58,88 sekúndum og var í 28. sæti eftir hana en skíðaði svo þá síðari á 59,42 sekúndum og endaði með tímann 1,58.30 mínútur sem dugði honum í 25. sætið. Hann verður því á meðal keppenda í úrslitum í greininni á morgun en 25 efstu keppendur undankeppninnar komast áfram.

 

Mótaskrá SKRR fyrir veturinn 2013 er komin út.PDF skjal

26123 1402699037087 6171004 nSkíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Keppt er í svigi/stórsvigi/sundi.


Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna